Það er erfitt að finna einhvern sem ekki þekkir til Barbí og vina hennar. Barbí hefur verið að störfum í 53 ár og nú nýlega sat hún fyrir hjá Jocelyne Grivaud sem endurgerði stórvirki annarra listamanna og setti Barbí í hin ýmsu hlutverk. Til dæmis brá dúkkan fræga sér í hlutverk Mónu Lísu, konunnar með dularfulla brosið og einnig tók hún að sér hlutverk Venusar, ástargyðju rómverja til forna. Afrakstur Jocelyne og Barbí má sjá hér fyrir neðan.

móna

Móna Lísa eftir Leonardo Da Vinci

móna 1

Marylin eftir Andy Warhol

móna3

Brjóstmynd af Nerfertiti, Konunglegu brúðar farós af Egyptalandi.

móna4

Neytiri eftir James Cameron

SHARE