Við hreinlega elsku kjúklingasalötin frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
2-3  kjúklingabringur, skornar í litla bita, t.d. frá Rose Poultry
5 msk Hunt’s Honey mustard BBQ sósa
1-2  mangó, skorin í teninga
1 paprika, skorin í bita
1/2 agúrka, skorin í litla bita
1 rauðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar
200 g klettasalat, t.d. klettasalat frá Hollt og gott
1 krukka fetaostur
nachos flögur

 

  1. Steikið kjúklinginn upp úr BBQ sósunni. Takið síðan til hliðar og kælið lítillega.
  2. Setjið klettasalat, agúrku, papriku, rauðlauk, mangó og kjúklingabringurnar saman í skál. Hellið fetaostinum yfir og örlítið af olíunni. Ef þið viljið má svo mylja nachos flögur yfir.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE