Í nokkur ár hef ég fylgjst með úr fjarska merkinu Becca,  merkið kemur frá Ástralíu, en núna loksins komið til Íslands, þvílík gleði !!

Ein vinsælasta vara BECCA er einmitt “highlighter” í litnum Champagne Pop sem eflaust margir eiga, til dæmis ég, en ég er mjög spennt að prófa fleiri vörur frá merkinu eins og t.d. Backlight primer filter og first light Priming filter.

 

Og þessi, get ekki beðið þangað til ég eignast þessa, þessi er semsagt litaleiðrétting fyrir undir augun og birtir til undir augunum í leiðinni. Gefur mjög fallega áferð og fyrir okkur sem fáum bauga er þetta “lifesaver”!

 

Hér er svo smá myndband um hvernig á að nota vörurnar

Ég heiti Bengta María, er 37 ára, á mann eða unnusta við erum ekki búin að gifta okkur ennþá og svo á ég 16 ára gamla stjúpdóttur. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að verja tíma með fjölskyldunni og vinum mínum, leika mér með makeup, allskyns húðumhirða og svo að skrifa

SHARE