Ber hún ábyrgð á útlitsdýrkun nútímans? – Bréf frá lesanda

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

 

Í grein Helgu „Dóttir mín mun upplifa kröfur hins útlitsdýrkandi samfélags“ á Hún.is er Ásdís Rán beðin, í opnu bréfi, að hjálpa til við að snúa ímynd kvenna við, þannig að útlitskröfur nútímans séu konum eins og Helgu ekki til ama.

Mín spurning til Helgu er: Af hverju Ásdís Rán? Af hverju ekki stjórnendur og dómnefndir fegurðarsamkeppna, fjölmiðlar eða einfaldlega þeir sem sækja í photoshoppaðar kynbombur sem hafa þetta ákveðna fullkomna útlit?

Helga notar fegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna sem dæmi um taumlausa útlitsdýrkun. Veit hún ekki að það er fullt af konum sem þurfa að gangast undir slíkar aðgerðir vegna sársauka? (Hér er góður linkur sem útskýrir það nánar: http://www.siggadogg.is/?p=2398 ). En eftir sem áður get ég ekki séð hvernig fegrunaraðgerðir á kynfærum tengist Ásdísi Rán eða auglýsingu hennar á nokkurn hátt.

Ef femínismi gengur út á að berjast fyrir auknum réttindum kvenna, finnst mér ekki rétt að byrja á því að benda á eina konu eins og hún beri ábyrgð á útlitsdýrkun nútímans eða vera með fordóma í garð kvenna sem gætu verið að bæta lífskjör sín með lýtaaðgerð á kynfærum.

SHARE