Besta leiðin til að losna við bauga

Baugar undir augum gera fallegt andlit óaðlaðandi. Þeir láta andlitið á þér líta út fyrir að vera þreytt og veiklulegt. Þetta vandamál er þekktara meðal kvenna en karla.

En hvers vegna skyldum við fá bauga? Húðin í kringum augun er afar þunn og æðarnar þarna í kring eru litlar, eða mjóar mætti kannski frekar segja. Þegar rauðu blóðkornin renna í gegnum þessar æðar þá myndast oft smá leki. Og vegna þess hversu þunn húðin þarna er, þá verður þessi leki sýnilegur og þar af leiðandi koma baugarnir í ljós.

En þetta er ekki eina ástæðan fyrir því að baugar eru til staðar. Stundum er þetta arfgengt, stundum er þetta vegna beinabyggingar í andliti. Einnig eru sjúkdómar eins og exem, ofnæmi, astmi og blóðleysi ástæður fyrir því að fólk fær bauga. Það má líka nefna svefnleysi og næringarskort eins og vöntun á K-vítamíni sem kemur niður á lifrinni eða of mikið af sólböðum og minnkun á kollageni í húðinni.

Konur eiga auðvelt með að fela baugana með því að hylja þá með farða. En núna getur þú, kona góð, hent hyljaranum því þú átt ekki að þurfa að nota hann aftur til að hylja bauga.

Farir þú eftir þessum ráðum sem hér koma á eftir, það er að segja.

Í fyrsta lagi, passaðu upp á að drekka nóg vatn.

Til að losna við bauga þarf líkaminn að fá nægilegan vökva yfir daginn. Það er mælt með 10 glösum á dag. Vatn hreinsar líkamann af óæskilegum efnum sem oft á tíðum eru orsakavaldar þess að þú ert með bauga.

Notaðu tepoka.

Taktu tvo kamillu-tepoka og settu í heitt vatn og skolaðu þá svo með köldu vatni svo þú getir búið til poka til að leggja yfir augun. Settu báða pokana á augun í 15 – 20 mínútur. Kamillute dregur úr dökkum baugum og pokum undir augunum.

Gúrkan góða.

Gúrkan þarf að vera vel köld. Þú skerð niður sæmilega þykkar sneiðar og leggur yfir augun. Mátt hafa þær þar lengur en tepokana.  Þetta hressir augnsvæðið við svo um munar.

Mintulauf.

Mintulaufin hafa þau áhrif að örva blóðflæðið í kringum augun og þú getur næstum séð baugana hverfa.

Kartöflur.

Já, ég sagði kartöflur. Í Kína og suður-Ameríku eru kartöflur notaðar á augun til að fjarlægja bauga. Ensímin í kartöflunum hafa þá verkun að það lýsir húðina undir augunum og dregur í sig þau eiturefni sem hafa safnast á svæðinu. Taktu tvær góðar sneiðar af kartöflu og leggðu yfir augun og hafðu í 15-20 mínútur.

Góður nætursvefn.

Svefn gerir kraftaverk. Ekki bara fyrir augun heldur allan líkamann. Reyndu að ná a.m.k 6 til 8 tíma svefn á nóttu. Þú getur einnig sett blautan klút yfir augun áður en þú ferð að sofa og látið hann liggja þar yfir nóttina.

Möndluolía.

Þessi olía er frábær til að losna við bauga. Henni er nuddað á svæðið undir augun á hverju kvöldi áður en farið er að sofa. Mælt er með að gera þetta í 2 vikur. Taktu einnig nægilegt magn af C-vítamíni ef þú ert ekki að ná því með þínu mataræði. C-vítamín hjálpar til við uppbyggingu kollagens.

K-vítamín.

Skortur á K-vítamíni sést strax því þá koma baugar í ljós. Reyndu að fá nóg af því úr fæðunni en annars er líka hægt að taka það inn í töflu formi. Einnig eru til krem sem eru full af K-vítamíni.

Fleiri afar góð ráð til að losna við bauga fyrir fullt og allt má svo lesa HÉR.

 Anna Birgis fyrir Heilsutorg

heilsutorg

SHARE