Pönnukökur eru svo góðar og maður ætti eiginlega að baka þær oftar.  Hér er æðisleg uppskrift af þessu hnossgæti.

 

1 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
2 tsk kanilsykur
1 og hálfur bolli mjólk
2 msk brætt smjör
Smá salt
2 egg
3 msk sterkt kaffi

Aðferð:

Hrært saman í skál, bæta mjólk út í þurfa þykir. Gott að hafa deigið svipað að þykkt og rjómi.

Sjá einnig: Vöfflur – Uppskrift

Geggjaðar upprúllaðar með sykri eða fylltar með rjóma og sultu.

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE