Beyoncé er gallharður femínisti og þetta er ástæðan

Þeir segja að stundum geti lítil þúfa velt þungu hlassi, en það var sjálf Beyoncé sem gerði orðræðu afríska rithöfundarins Chimamanda Ngozi Adichie ódauðlega á nýjustu breiðskífu sinni.

Ástæðan var orðræða, eða TED Talk sem Chimamanda hafði farið með skömmu áður og tók á því hvað í raun felst í þeirri heimspeki að vera femínisti. Ræða Chimamanda bar einfaldlega heitið We should all be feminists og var samplað inn í lag á breiðskífu Beyoncé sem ber heitið Flawless og væntanlega af þeirri einföldu ástæðu að orð Chimamanda eru þróttmikil, sönn og einlæg.

Þó nær ótrúlegt megi virðast þá leiddi sú ákvörðun Beyoncé til ákveðinnar bylgju meðal ungra kvenna um gjörvallan heim sem líta nú öðrum augum á femínisma en fyrir skemmstu. Femínismi er í tísku í dag og það virðist vera Beyoncé að þakka.

En hvað er svona merkilegt við ræðuna sjálfa og hvaða hluti ræðunnar var hljóðblandaður inn í lag Beyoncé, Flawless?

Við gefum Chimamanda orðið, en hún segir meðal annars á frummálinu:

“We teach girls to shrink themselves, to make themselves smaller. We say to girls: ‘You can have ambition but not too much. You should aim to be successful but not too successful. Otherwise you will threaten the man.’

Because I am female, I am expected to aspire to marriage. I am expected to make my life choices always keeping in mind that marriage is the most important. Now marriage can be a source of joy and love and mutual support, but why do we teach girls to aspire to marriage and we don’t teach boys the same?

We raise girls to see each other as competitors, not for jobs or for accomplishments, which I think can be a good thing, but for the attention of men. We teach girls that they cannot be sexual beings in the way that boys are.

Feminist: a person who believes in the social, political, and economic equality of the sexes.” 

Sú opinbera yfirlýsing Beyoncé að hún sé femínisti þykir umdeild, árásargjörn og nær dónaleg þar sem hugtakið hefur á sér leiðindastimpil og hafa ófáar ofurstjörnurnar þannig lýst því yfir opinberlega að þær séu ekki femínistar, þvert á móti elski þær karlmenn og var það engin önnur en Lady GaGa sem sagðist einmitt vera á þeirri skoðun fyrir skemmstu.

Hverju sem því líður er orðið næsta ljóst að Beyoncé er yfirlýstur femínisti, sem sló í gegn á VMA verðlaunum helgarinnar og nýtur þess til hins ítrasta að ögra viðurkenndum gildum.

Hér má sjá stórsmell Beyoncé, Flawless, þar sem lesa má orð afríska rithöfundarins sem veitti dívunni slíkan innblástur við gerð síðustu breiðskífu að hún vakti að lokum heimsathygli – henni að forspurðri fyrir það eitt að hafa staðið upp og haldið fyrirlestur.

Ræðu Chimamanda má nálgast HÉR en við látum staðar numið við stórsmellinn Flawless:

SHARE