Biðjast konur oftar afsökunar en karlar?

SHARE

Ef fólki finnst að það heyri konur oftar en karla segja: afsakaðu, fyrirgefðu er það að líkindum alveg rétt athugað. Samkvæmt nýrri könnun hefur komið í ljós að konur biðjast oftar afsökunar en karlar.

Þó er það ekki svo að karlar vilji ekki viðurkenna mistök heldur hitt að þeim finnst oftar en ekki að um smámál sé að ræða sem ekki þurfi að biðjast afsökunar á. Þegar karlar átta sig á að þeim hefur orðið á eru þeir alveg jafn fúsir og konur að biðjast afsökunar(fyrirgefningar)

Þannig er ekki rétt að álíta að karlar telji það veikleikamerki að biðjast afökunar eða þeir skorist undan að taka ábyrgð á gerðum sínum og biðjist því sjaldan afsökunar en konur heldur virðist það vera svo að þeim finnist sjaldnar en konum að þeir hafi gert nokkuð rangt.

Oft er tilhneiging til að setja allar konur í einn hóp sem mjög er fús til að biðjast afökunar. En fyrir þessu eru engin rök.

Nokkuð ítarleg rannsókn á samskiptahefðum karla og kvenna leiddi í ljós að konur töluðu oftar og frjálslegar um meintar og raunverulegar misgerðir sínar og einnig annarra í sinn garð en karlar. Eru karlar ef til vill ekki jafn fljótir til og konur að álíta að gert hafi verið á hlut þeirra? Eru konur ef til vill hörundsárari en karlar?    

Gæti hugsast að konur hugsi meira um tilfinningar annarra og að hafa sambandið gott en karlar gera og því biðji þær afsökunar vegna lítilfjörlegri atvika en þeir gera?

Það gæti bætt samskiptin að átta sig á að ef til vill upplifa konur aðstæður á annan hátt en karlar.

Þegar misklíð verður vegna meintra móðgana gæti verið ágætt að hafa í huga að ef til vill er aðeins um mismunandi upplifun á atburði eða orðum- og er  hreint ekki vísbending um dvínandi ást!

Maki þinn les ekki hugsanir – það er alveg víst svo að betra er bara að tala vel saman

SHARE