Kelly Osbourne er reið út í konuna sem á að hafa verið í ástarsambandi við föður hennar, Ozzy Osbourne en Ozzy er að skilja við eiginkonu sína til 33 ára, Sharon Osbourne.

Ástæða skilnaðarins er að Ozzy á að hafa átt í ástarsambandi við hárgreiðslukonuna sína og Kelly ákvað að birta símanúmer konunnar á Twitter. Símanúmer konunnar var aftengt stuttu seinna. Kelly vill meina að konan hafi misnotað sér aðstöðu sína og aldur föður síns en rokkarinn góðkunni er orðinn sjötugur.

 

Viðtalið birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE