Bjarki Smárason er 31 árs, tveggja barna faðir og er í sambúð með Margréti Eggertsdóttur. Hann segir að þau séu bæði miklir föndrarar og heimilið sé skreytt allskonar heimaföndri eins og myndum, perlum, kertum og allskonar skrauti. 

„Við gerum alla grímubúninga sjálf og í sumar var ég að rækta allskonar plöntur í stofuglugganum með stelpunni minni, t.d. sólblóm, avocado, perur, epli, melónur og fleira, en fræin fengum við úr ávöxtum sem keypt voru úti í búð,“ segir Bjarki í samtali við Hún.is. Hann segir jafnframt að þau hafi undanfarið verið að búa til afmælis og jólagjafir úr einhverju sem þau föndra sjálf.

Hér eru nokkur dæmi um föndur þeirra skötuhjúa, smellið á fyrstu myndina til að fletta myndasafninu:

 Bjarki gerði þetta skemmtilega dagatal fyrir komu jólasveinanna, svo dóttir hans og auðvitað þau foreldrarnir muni hvaða jólasveinn kemur hverja nótt. 

Hann gaf okkur leyfi til að birta jóladagatalið hér svo lesendur gætu sótt eintak fyrir sig.

Jólasveinadagatal

Screen Shot 2014-12-11 at 10.53.00 AM

 

Tengdar greinar:

DIY: Einfaldur og fallegur aðventukrans

Loom jólaföndur – DIY

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE