Ég átti frábæran fartölvustand en þegar koddinn undir honum var orðinn það laus frá borðinu sjálfu að límbyssan mín sagði “vér mótmælum”, þá vissi ég að það var kominn tími á nýtt borð.

Ég keypti ramma, passaði að hafa hann nógu stóran og það hjálpaði að það var ekki gler í honum heldur plast (því léttari þvi betra). Ég átti efni (bútasaumskona á alltaf efni) og saumaði kodda sem var aðeins minni en ramminn, fyllti ég koddann með frauðkúlunum úr gamla standinum og lokaði fyrir. Ég notaði svo franskan rennilás til að festa koddann við bakið á rammanum, prentaði út nokkrar myndir og „voila“, ég var komin með nýtt heimili fyrir fartölvuna mína.

Það sem mér fannst skemmtilegast við þetta verkefni var að þú getur hannað þetta algjörlega eftir þínu höfði, allt frá efninu í koddanum og í hvaða myndir þú setur í rammann (hey, það þarf ekki einu sinni að vera myndir, það geta verið bíó- eða tónleikamiðar, eða servíetta frá uppáhalds veitingastaðnum þínum í New York), láttu bara hygmyndaflugið ráða ferðinni.

 

SHARE