Bjórbrauð – Uppskrift frá Lólý.is

Ég veit að þetta hljómar kannski aðeins einkennilega, bjór í brauðuppskrift en fyrir það fyrsta þá finnur maður ekkert bjórbragð og í öðru lagi þá verður brauðið alveg ótrúlega mjúkt. Það sem er kannski skemmtilegast við þetta brauð er að það eru bara 5 hráefni í því og því er það alveg fáranlega auðvelt að gera. Svona brauð sem maður getur skellt í á nokkrum mínútum ef mann langar til að baka brauð fyrir fjölskylduna.

 

bjórbrauð

 

4 1/2 dl hveiti
4 1/2 tsk lyftiduft
1 flaska bjór (uppáhalds bjórinn þinn)
1/2 tsk salt
1/2 dl sykur (ég nota hrásykur eða ljósbrúnan púðursykur)

Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið aðeins í þeim til að blanda því saman. Hellið síðan bjórnum saman við og hrærið í með sleif þangað til þetta hefur blandast vel saman. Hellið deiginu í brauðform og bakið í 45-50 mínútur við 190°C.

Stundum baka ég þetta brauð með ljósum bjór en þá nota ég yfirleitt hrásykurinn en síðan þegar mig langar í aðeins dekkra brauð sem verður næstum eins og maltbrauð þá nota ég dökkan bjór og púðursykur.

Þú getur fundið fleiri girnilegar uppskriftir frá Lólý.is með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

log lol

SHARE