Blessað blómaskeiðið

Þetta er nú kanski ekki rétti tíminn til þess að setjast við skriftir en mér er bara algerlega nóg boðið!

Já kominn upp í háls á þessu og nánast til í að drepa mann og annan af einskærri geðillsku og vandræðagangi.

Að kalla þetta blómaskeið er náttúrulega versti brandari ever, pottþétt karlmaður sem fann upp  á því er viss um að það var karlmaður sem fann upp á brjóstahaldinu líka, ég meina þessi líka óþægilega flík sem konur njóta að vera án, alla vega margar okkar.

En ég var að básúnast yfir blómaskeiðinu með sýnum hitakófum, svitakófum, þreytu, geðillsku, fitu og allskonar vandræðalegum atriðum eins og að rennsvitna í klofinu, ekki ganga í gráum buxum.

Ég er alveg að hamast við að taka þetta með jákvæðninni og sjá fyrir mér hvernig ég er að breytast og ganga inn í einhvern dásamlegan tíma en nei hvert hitakóf og svitakóf og aukakíló hjálpa ekki til og ég stend mig að því að urra á manninn og kettina af engri ástæðu.

Svo maður tali nú ekki um hjartsláttatruflanir og kvíðaköst, HVAÐ ER SVONA BLÓMLEGT við þetta breytingasskeið?

Jú viti menn ég hef lært helling um mig og líkama minn, prófað ógrynni af allskonar stuffi til að halda þessum einkennum niðri og jú í dag er ég komin á þann stað að mér er slétt sama um álit annara það er jú ákveðin rómantík sem fylgir því því frelsi.

En svona aðeins jákvæðari nótur þá er það blessuð hreyfingin sem hjálpar mest og mataræðið skiptir öllu, ég t.d veit að ef ég fæ mér nammi eða kökur þá er það ávísun á hitakóf. Það er líka mikið lán að ég fæ ekki þessi einkenni alla daga. Ég sendi ykkur kynsystrum mínum sem dílið við þetta alla daga endalausan kærleika.

Ég vona að ég verði ekki að drepast úr hita og geðillsku um jólin!

SHARE