Bókagjöf til Barnaspítala Hringsins

Eimskipafélag Íslands færði Barnaspítala Hringsins veglega bókagjöf á dögunum, en um var að ræða fjölda nýrra barnabóka.

Gjöfinni var vel tekið af forsvarskonum Barnaspítalans, enda um að ræða góða afþreyingu fyrir börn sem þurfa jafnvel að liggja langdvölum á spítalanum.

eimskip2

Eins var tímasetningin hentug þar sem í gangi er lestrarátak meðal barna sem dvelja á spítalanum þessa dagana

 

 

 

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE