Það er gaman að breyta svolítið til hvað meðlæti varðar og mælum við eindregið með að þessar kartöflur fái pláss á matarborðinu um helgina. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt. 

Sjá einnig: Húsráð: Besta leiðin til að flysja kartöflur

IMG_8774

Stökkar hvítlaukskartöflur

1 ½ kg kartöflur, litlar
60 ml ólífuolía
1 ½ tsk sjávarsalt
1 tsk svartur pipar, nýmalaður
6 hvítlauksrif, pressuð
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð

 

  1. Hitið ofninn á 200°c.
  2. Skerið kartöflurnar í helminga eða fjóra hluta, eftir stærð. Setjið þær í skál og bætið ólífuolíu, salti, pipar og pressuðum hvítlauk saman við. Blandið öllu vel saman.
  3. Setjið kartöflurnar í eldfast mót eða ofnplötu með smjörpappír og dreifið vel úr þeim.
  4. Setjið í ofn í um 45 mínútur til klukkutíma eða þar til þær eru orðnar brúnar og stökkar. Hrærið í þeim af og til á eldunartímanum.
  5. Takið úr ofni og blandið steinselju saman við og smakkið til með salti og pipar.
Facebook Comments
SHARE