Bresk 14 ára gömul stúlka tók sitt eigið líf eftir hræðilegt einelti á netinu

Hannah Smith, 14 ára stúlka frá Bretlandi lenti í hræðilegu einelti á netinu. Eineltið átti sér stað á síðunni Ask.fm og á Twitter. Henni var strítt fyrir þyngd sína, henni var sagt að drekka klór, fara og “fá sér krabbamein” og skaða sjálfa sig. “Farðu og fremdu sjálfsmorð, þá yrðu allir glaðir.” Voru ummæli sem látin voru falla. Hannah hafði beðið fólkið sem lagið hana í einelti undir dulnefni að láta sig vera en allt kom fyrir ekki.

Hannah fannst látin á heimili sínu síðasta föstudag. 14 ára stúlkan fékk á endanum nóg og sá enga aðra leið en að taka sitt eigið líf. Eftir að foreldrar hennar fundu hana látna stofnuðu þeir Facebook síðu til minningu um dóttur sína en faðir hennar vildi vekja athygli á dauða dóttur sinnar sem hann segir að sé afleiðing eineltis á netinu. Hann vill að foreldrar átti sig á hættunni sem getur verið til staðar fyrir unglinga á netinu en Hannah er ekki fyrsta stúlkan sem tekur sitt eigið líf vegna eineltis á netinu.

Eineltið heldur áfram eftir dauða stúlkunnar
Þrátt fyrir að stúlkan sé látin virðist fólk ennþá hafa þörf fyrir að særa. Minningarsíða stúlkunnar á Facebook sem átti að fagna lífi hennar en vekja athygli á einelti á netinu á sama tíma, virðist hafa orðið vettvangur fyrir sömu krakkana til að særa.

Einn óprúttinn aðili skrifaði eftirfarandi ummæli inn á Facebook síðuna: “Það er henni að kenna að hún tók sitt eigið líf. Hún er heigull.” Annar segir: “Einelti á netinu er eitthvað sem er svo auðvelt að forðast! Slökktu bara á tölvunni.”

“Gott að tíkin drap sig” Eru ummæli sem skrifuð voru undir mynd af stúlkunni með vinkonum sínum. Faðir stúlkunnar hefur hvatt yfirvöld í Bretlandi til þess að loka síðunni Ask.fm en hann telur síðuna varasama fyrir unglinga.

“Ég vil ekki að aðrir foreldrar þurfi að upplifa það sama og ég. Við foreldrarnir getum ekki sofnað á kvöldin.”

Faðir stúlkunnar vill vekja athygli á því að það getur verið varasamt fyrir viðkvæma unglinga að vera inn á samfélagsmiðlum þar sem óprúttnir aðilar níðast á öðrum börnum.

Síðustu dagana sem stúlkan var á lífi skrifuðu krakkarnir undir myndir af henni ummæli eins og: Belja og feita drusla. Þann 20 júlí skrifaði ónefnd manneskja “Þú ert ljót, deyðu, þá myndu allir verða glaðir.” Hannah svaraði: “Já ég er kannski ljót en þú hefur greinilega ljótan persónuleika fyrst þú segir fólki að deyja.”

Daginn áður en hún framdi sjálfsmorð birti hún eftirfarandi mynd á Facebook:

 

 

SHARE