Britney Spears vill auka sjálfstraust kvenna með nærfatalínunni sinni

Britney Spears hefur sett á laggirnar nærfatalínu sem ber heitið Intimate Britney Spears. Söngkonan sem er orðin 32 ára var stödd í Danmörku í síðasta mánuði til að vekja athygli á nýju nærfatalínunni sinni.

Þar var söngkonan spurð hvaða skilaboð hana langar að senda konum með hönnun sinni.

„Mig langar til þess að konur upplifi sjálfstraust og sýni sjálfum sér meiri ást og virðingu. Ég trúi því ekki að karlmaður geti fyllt upp í það tómarúm. Þú þarft bara á sjálfri þér að halda, smá ást og góðu baðkari. Um það snýst þessi nærfatalína.“

britney-spears-600x800

Britney Spears hefur á ferli sínum gengið í gegnum bæði súrt og sætt. Sambandslit og forræðisdeilur hafa þjakað hana samhliða tónlistarferlinum. Flestir muna eftir skandölunum í kringum skyndibrúðkaupið í Las Vegas árið 2004 og taugaáfallinu sem varð til þess að hún rakaði af sér allt hárið.

Sú Britney Spears sem blasir við okkur í dag virðist hafa fullorðnast og þroskast. Undirfatalínan á hug hennar allan um þessar mundir.

„Mig langar til að konur í öllum stærðum og gerðum finni sig í hönnun minni, að þær séu ekki að útiloka sig með einhverjum hætti. Allar stærðir og línur eru fallegar. Hluti af því að vera kona er að upplifa sig kynþokkafulla, elskaða og metna að verðleikum. Línan mín gerir þetta svona óbeint fyrir þær.“

Aðspurð hvernig henni sjálfri líður almennt með sjálfstraustið svaraði Britney að það væri ekki alltaf í topp.

„Ég er ekki alltaf með gott sjálfstraust, en þegar mér líður vel þá klæðist ég einhverju sem ég elska sem tjáir sjálfstraust mitt. Á kvöldin þegar ég er ein heima og langar að lesa bók sem dæmi þá finnst mér gott að klæðast annaðhvort Buttercup eða Ambrosia úr línunni minni og finnst ég æðislega djörf og kynþokkafull.“

SHARE