Brjálæðislega gott döðlu- & ólífupestó

Þessi uppskrift er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt og þar stendur orðrétt að þetta pestó sé út úr þessum heimi gott. Ef það eru ekki nægilega góð meðmæli…

Sjá einnig: Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó

2013-02-03-15-19-09

Döðlu- & ólífupestó

Ein krukka af rauðu pestói (t.d. pestó frá Sacla)
Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka
1 1/2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
1 1/2 dl döður, smátt saxaðar
1 1/2 dl af steinselju, smátt söxuð
1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum
Tvö hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð

Aðferð

  1. Allt sett í skál og blandað saman. Gott að geyma í kæli í nokkra tíma ef tími gefst.
    Að sjálfsögðu má leika sér með hlutföllin og aðlaga að smekk hvers og eins.
SHARE