Búinn að leika í Neighbours í 20 ár

Þegar maður hugsar um Neighbours er Kartan eða Toadie með þeim fyrstu sem koma upp í hugann. Enda hefur hann verið hluti af sápuóperunni góðu eins lengi og elstu menn muna. Eða svo gott sem. Leikarinn Ryan Moloney hefur leikið Jarrod ,,Toadfish” Rebecchi í hvorki meira né minna en 20 ár. Geri aðrir betur.

Sjá einnig: Neighbours verða 30 ára í vikunni – nokkur eftirminnileg augnablik

2B97D90900000578-3207623-New_kid_on_the_block_Ryan_joined_the_show_in_1995_sporting_a_lon-m-24_1440321381730

Í viðtali við Sunday Telegraph segir Ryan frá því að upphaflega hafi hann ætlað sér að leika í aðeins fáeinum þáttum.

Ég ætlaði að verða flugmaður, ekki leikari.

Eins segir Ryan frá því að hann sé nú að íhuga að yfirgefa Ramsay Street, 20 árum síðar.

Ég hef verið að læra flug. Kannski verð ég bara flugkennari. Að minnsta kosti hyggst ég skipta alfarið yfir í flugið fyrr en seinna.

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE