Burtu með fílapenslana! – Eggjahvítumaskinn

Það er óþolandi að fá fílapensla í andlitið en það er algengt að fá fílapensla í bunkum á nef. Maður sér EKKERT annað þegar maður lítur í spegilinn en þessa brúnu punkta og það er sama hvað maður kreistir, það er ekki að fara að laga þetta. Nefið verður bara eins og á Rúdólf með rauðatrýnið og kreistingarnar valda bara meiri skemmdum.

Það er einn maski sem getur gert kraftaverk þegar kemur að þessu útlitslýti og hér er það sem þú þarft að gera. Þessi maski fjarlægir ekki bara fílapenslana heldur kemur einnig í veg fyrir að þeir komi aftur.

Einfalt og árangursríkt!

 

Eggjahvítumaskinn

Það sem þú þarft er:

Eitt egg
Hreint handklæði
Lítil skál
Klósettpappír

 

Aðferð:

  1. Skildu að eggjahvítuna og eggjarauðuna.
  2. Þvoðu andlit þitt með vatni og hafðu í huga að losa þig við húðfituna sem er á húðinni.
  3. Þurrkaðu andlit þitt vel
  4. Berðu þunnt lag af eggjahvítunni á andlit þitt.
  5. Settu klósettpappírinn ofan á eggjahvítuna og þrýstu á pappírinni.
  6. Leyfðu þessu að þorna smá.
  7. Settu svo annað lag af eggjahvítu og pappír ofan á þetta og leyfðu þessu að þorna vel.

Þegar þetta er þornað til fullnustu taktu þá allt af andlitinu. Þetta getur rifið aðeins í en það er bara  gott að hreinsa svitaholurnar. Þrífðu restina af andlitinu með volgu vatni og skelltu smá ísköldu vatni eftir það yfir andlitið. Að lokum er æskilegt að bera á sig gott rakakrem.

 

 

SHARE