Byggja upp eða brjóta niður!

Sjálfstal er eitt sterkasta vopnið til þess að byggja upp sjálf eða til þess að brjóta það niður!

Taktu eftir því hvernig þú talar við eða um þig….

Ertu að segja þér að þú sért glataður/glötuð, getir ekki, ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað í þá veruna.

Ef það er vani þinn þá ertu að brjóta niður eigið sjálf… því það er svo magnað að við heyrum allt sem við segjum við okkur sjálf og öll skynfærin taka við því!

Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum!

Sjá einnig: Hver er ofurkrafturinn þinn?

Sjálfið trúir því að þú sért glataður/glötuð, getirekki, ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað enn verra!!

Það sama gerist þegar þú talar uppbyggilega við þig.

Segir þér að þú sért frábær, hugrakkur,hugrökk, fallegur/falleg og tilbúin til að sigrast á þeim áskorunum sem þú mætir.

Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum!

Taktu eftir þessu og prófaðu að tala bara fallega og jákvætt til sjálfs þíns og sjáðu hvað gerist.

 

Kristín Snorradóttir

Heimasíða Sterk saman og Facebook.

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE