Þessi svakalega girnilega uppskrift er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt 

Chia súkkulaðitrufflur
1 bolli döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu
¾ bolli möndlur
3 msk kakóduft
1 tsk chia fræ
1 tsk kanill

  1. Setjið döðlur og hnetur í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið hinum hráefnunum saman við og mótið kúlur úr deiginu.
  2. Veltið kúlunum síðan upp úr smá kakódufti eða kókosmjöli.
  3. Geymist í loftþéttum umbúðum í kæli í allt að 2 vikur.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE