Þessi dýrindis borgari kemur úr smiðju Gulur, Rauður, Grænn og Salt.

 

Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu
Gerir 3-4 hamborgara
400 g nautahakk (líka gott að blanda svínahakki og nautahakki saman 50/50)
1 skarlottulaukur
½ rautt chilí
1 hvítlauksrif
1 eggjarauða
2-3 msk af brauðraspi
2 msk tómatsósa
1 msk worcestershire
1-2 tsk paprikukrydd
1 tsk cayennpipar
salt og pipar

Meðlæti: Ostur, kál, paprika, agúrka ofl.

  1. Setjið skarlottulauk, chilí og hvítlauksrif saman í matvinnsluvél og maukið.
  2. Setjið þetta því næst í skál ásamt nautahakki, eggjarauðu, brauðraspi, tómatsósu, worcestershire, paprikukryddi og cayennepipar. Saltið og piprið.
  3. Grillið, snúið við og setjið ost á. Berið fram með hvítlauksparmesansósu.

 

Hvítlauksparmesan ostasósa
2-3 hvítlauksrif
1 msk olía
180 rjómi
2 msk smjör
½ tsk salt
2 tsk fersk steinselja, söxuð
30 g parmesan ostur, rifinn

  1. Setjið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn þar til hann er orðinn gylltur að lit. Geymið.
  2. Setjið rjóma, smjör og salt í pott og hitið upp við vægan hita og hrærið reglulega.
  3. Þegar sósan er farin að þykkjast bætið þá steinselju, hvítlauk og parmesanosti saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn. Berið strax fram með borgaranum.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE