Þessi æðislega uppskrift kemur úr smiðju Eldhússagna. Frábært meðlæti!

Uppskrift:

  • 2 rauðar paprikur sneiddar gróft
  • 600 gr. kartöflur
  • 2 hvítlauksgeirar, hakkaðir fínt
  • 2-3 msk ólífuolía
  • 1 tsk. Sambal Oelek
  • 1 tsk. paprikuduft
  • maldon salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Bakarofn hitaður í 220 gráður. Kartöflur skrældar eða þvegnar og því næst skornar í helminga (eða báta ef þær eru mjög stórar) og lagðar í eldfast mót með paprikunni. Sambal oelek, ólífuolíu og hvítlauk hrært saman og dreift yfir. Kryddað með salti og pipar og smá skvettu af ólífuolíu helt helt yfir. Hitað í ofni í ca. 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar.

Þessar kartöflur er svolítið sterkar en samt mátulegar finnst mér allavega!:) Afar góðar með öllum grillmat, hvort sem um er að ræða dökkt eða ljóst kjöt.

Facebook Comments
SHARE