Dásamlega ljúffengt brokkólísalat

Hér þarf ekki að hafa mörg orð – þetta salat er einfalt og alveg dásamlega ljúffengt. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachos

2013-10-28-15.54.13-1-1024x682

Dásamlega ljúffengt brokkólísalat

2 búnt brokkólí, stilkarnir skornir frá
1 rauðlaukur
1 dl furuhnetur
1 dl Hellmann’s majones
1/2 dl sýrður rjómi
1 dl sykur
3 tsk. edik

  1. Saxið brokkólí og rauðlauk MJÖG smátt.
  2. Þeytið majones, sýrðan rjóma, sykur og edik vel saman eða þar til blandan er orðin dálítið froðukennd.Blandið öllu vel saman.
  3. Geymið aðeins í kæli áður en þetta er borðað. Verður bara betra eftir því sem á líður, jafnvel daginn eftir. Berið fram með brauði eða stökku kexi.

*Sumum þykir betra að hafa meira af sýrðum rjóma og þá má breyta hlutföllunum í 1 dl sýrður og 1/2 dl majones eða prufa sig áfram eftir eigin smekk.

SHARE