Dásamlegt Naan brauð – Uppskrift

Naan brauð er ótrúlega góð viðbót við allskonar mat en þó sérstaklega indverskan. Ef Naan brauð er á borðum á mínu heimili þá er það alltaf borðað upp til agna. Hér er uppskrift sem ég fékk frá einni vinkonu minni.

Naan brauð

11 gr þurrger
2 msk sykur
200 ml mjólk, ylvolg
600 gr hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk ólífuolía
180 gr hrein Jógúrt
1 msk maldonsalt
1 msk indversk kryddblanda (t.d. masala)
25 gr smjör
1 hvítlauksrif, pressað
knippi af fersku kóríanderlaufi

Ger, sykur og volgri mjólk blandað saman, Hveiti salt, lyftiduft, olía og jógúrt blandað saman við. Þetta er látið hefast í klst. ef tími gefst til, það sleppur alveg að hefa það ekki.

Bræðið smjör og setjið hvítlauksrif saman við og smyrjið yfir og kóríanderlauf klippt yfir brauðin.

Skerðu brauðið niður og flettu það út með höndunum, getur stjórnað stærð brauðanna sjálf/ur.

Bakist í 275°c ofni í 5-7 mínútur en svo má líka setja á grillið eða á  pönnu.

Meira í Aðrar uppskriftir
Myndband
Lærðu að gera lifandi og fallega nestispakka í örfáum skrefum!
Rúllutertubrauð með pestó og mozzarella
Flott í morgunmatinn
2
Heimagert súkkulaði með hnetum frá Lólý
Krækiberjakrásir – saft, hlaup, líkjör
3
Berjamó – Grænar uppskriftir án aukaefna frá Café Sigrún
Vikumatseðill 18. – 25. ágúst
Vikumatseðill – Snarl, kjúklingalasagna og fleira
Grillaðar kartöflur með hvítlauk og tímían – Uppskrift
Sweet chili núðluréttur með kjúklingi eða kjúklingasúpa
Hollar chilíbrownies með þeyttum kókosmjólkurrjóma
Ferskur aspas með parmaskinku – Uppskrift
2
Mexíkóskur brauðréttur – Uppskrift
Kúrbíts Canelloni með ricottafyllingu – Uppskrift
Ofnbakaður kúrbítur með tómötum og mozzarella – Uppskrift
Vikumatseðill: 9. júní til 15. júní – Epla og ostafylltar kjúklingabringur