Davíð Már er nafn sem vert er að muna: ungur og upprennandi dj og tónlistarmaður

 

Davíð Már Gunnarsson er upprennandi dj og tónlistarmaður sem vert er að fylgjast með.
Mixin hans má finna á vefsíðunni Soundcloud hér og Davíð Már varð góðfúslega við svörum hjá Hún.

Hver er Davíð og hvað er hann að gera í lífinu?
Davíð er 24 ára drengur sem var að ljúka við B.A. verkefnið sitt í Tómstunda- og félagsmálafræði og vinnur í vopnaleitinni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á meðan hann safnar pening til þess að fara til útlanda að elta draum, læra Music Production og ferðast.

Hvaðan kom áhuginn á tónlist?
Áhuginn á tónlist kom einfaldlega út frá því að hlusta á tónlist, læra að meta hana sem tjáningarform annarra og svo loks vilja nota hana til að tjá mig sjálfur. Stutta svarið gæti verið; Bítlarnir.

Why should she be the one?
[soundcloud url=”https://api.soundcloud.com/tracks/114275665″ width=”100%” height=”166″ iframe=”true” /]

Hvað hlustarðu helst á?
Það er ótrúlega misjafnt og ég vil helst alltaf vera að hlusta á eitthvað nýtt (fyrir mér) sem heillar. Á playlistanum í dag er mikið af hip-hop, deep house og soul (sérstaklega eftir að ég byrjaði að fikta við að sampla).

1380709_10152039441169155_955047193_n

Ertu að dj’ast á einhverjum stöðum eða bara heima að fikta?
Ég fékk áhuga á því að byrja að dj’a eftir að ég kynntist ljónshjartanu og raftónlistarsjarmörnum Viktori Birgiss, en við vorum að læra saman í háskólanum og urðum góðir vinir. Í vetur byrjaði ég svo að dj’a með vinum mínum Siffa og Gumma undir nafninu BAKKELSI (sem finna má á vefsíðunni Soundcloud hér ). Við spilum danstónlist, aðallega Deep house og þú gætir dottið inn á okkur á Dollý, KB og þar sem fólki finnst gaman að dansa. Ég hef ekki verið að spila mitt eigið efni ennþá, enda er ég nokkurnveginn ennþá í bleyjunni sem producer.

Hvaða lag er guilty pleasure?
Good Vibrations með Marky Mark & The Funky Bunch (í fullscreen á youtube) oooog Music Sounds Better With You með Stardust. (Það er reyndar lítið guilt í því – aðallega pleasure).

Make me blue
[soundcloud url=”https://api.soundcloud.com/tracks/99372616″ width=”100%” height=”166″ iframe=”true” /]

1378299_10152039441064155_1849679415_n

Fleiri áhugamál?
Að sjálfsögðu. Eins og þorri drengja á mínum aldri hef ég gaman af íþróttum, þá helst fótbolta og körfubolta. Ég verð meiri náttúruunnandi með hverju ári og veit fátt betra en að ferðast og sjá nýja hluti. Ég er búinn að vera að trúbadorast síðan ég var 17 ára þannig það hlýtur að eiga heima í þessum lista líka. Svo baka ég líka Rice Krispies kökur um hver jól.

 

 

 

 

SHARE