DIY: Losnaðu við bauga með þessari blöndu

Það er ótrúlega leiðinlegt að finnast maður vera með dökka bauga undir augunum og vita ekkert hvað hægt er að gera. Það eru til fullt af rándýrum kremum sem virka og maður hugsar jafnvel með sér að það gæti verið þess virði, en svo hristir maður hausinn og heldur bara áfram. Það er hart í ári og við förum nú varla að eyða peningum í aðra eins hégóma (svona hugsa ég stundum allavega).

Sjá einnig: Hvers vegna ættirðu að setja ísmola þarna?

Hinsvegar, þegar ég rekst á svona gullmola, þá fer ég að taka eftir. Hér er nefnilega á ferð HRÆÓDÝR og einföld leið til að losna við bauga, en þú blandar hana sjálf heima.

Blandan er einföld:

1/2 sítróna
1 sneið af tómat

Sjá einnig: Viltu laga mígreni á nokkrum mínútum?

Aðferðin er enn einfaldari: 

Þú kreistir safann af sítrónunni og tómatnum í skál og blandar saman. Því næst berðu blönduna undir augun með bómull. Leyfðu blöndunni að vera á í 15 mínútur og skolaðu svo af með vatni og notað kremið sem þú notar alltaf. Gerðu þetta tvisvar á dag í 15 daga. Hljómar eins og þið hafið ekki tíma? Hvað með áður en þú borðar morgunmat og eftir að þú hefur þvegið þér um andlit á kvöldin. þú hefur alveg tíma. 🙂

Af hverju virkar þetta: 

Sítrónur eru fullar af andoxunarefnum og C vítamínum sem lýsa húðina. Tómatar eru fullir af B1, B2, B3, A og K vítamínum og munu gera húðina frísklega og mjúka undir augunum.

 

 

SHARE