DIY: Náttúrulegt hársprey sem ilmar af vori – fyrir viðkvæmt hár

Ertu með brothætt hár? Hrædd við að úða sterkum efnum i hárið? Ertu jafnvel með litað hár – notar sléttujárn og hárþurrku og hefur áhyggjur af slitnum endum? Hér fer frábær uppskrift að náttúrulegum hárúða sem stífar hárið – en inniheldur engin skaðleg efni.

brownsugar

Sykur er náttúrulegt og hollt stífiefni fyrir hár – en nota má bæði ljósan og dökkan sykur 

Undirrituð er sjálf sem heilluð af uppskriftinni, sem fer vel með hárið og kostar mun minna en tilbúin sprey sem slíta jafnvel hárinu og kalla á djúpnærandi meðferð í kjölfarið. Þess utan er uppskriftin umhverfisvæn og ilmar vel. Þú velur sjálf hvernig úðinn ilmar – en uppskriftin inniheldur ilmkjarnaolíu að eigin vali. Hér fer svo dýrðin …

31FTXTOAkkL._SY300_

Náttúrulegur hárúði sem stífar hárið:

2, 5 dl (1 bolli) heitt vatn

2 matskeiðar sykur (strásykur eða púðursykur)

10 – 15 dropar af ilmkjarnaolíu að eigin vali

Lítil og skemmtileg flaska með spreyloki

Byrjið á því að leysa sykurinn upp í heitu vatninu. Látið blönduna kólna alveg og blandið svo ilmkjarnaolíunni út í blönduna (ef blandan er heit, dregur úr ilmi olíunnar). Fyllið á spreybrúsann, en blandan er nú tilbúin til notkunar. Svo einfalt er það!

.

tangerine essential oil

Notast má við allar gerðir af ilmkjarnaolíum í blönduna

Gætið að nota ekki of mikið magn, úðið fremur létt yfir hárið og bíðið í 30 sekúndur eða þar til blandan er þornuð. Úðið örlítið meira magni ef þörf er á. Gætið þess að úða ekki of miklu magni í hárið, sem blotnar ef magnið er of mikið – en þá aflagast hárgreiðslan m leið. Blandan er einföld í gerð – en hún er sterk og gefur ágætt hald.

Einfalt, umhverfisvænt og algerlega náttúruvænt. Það verður varla betra!

Tengdar greinar:

DIY – Ertu með viðkvæma húð þá er hunang svarið fyrir þig

Húsráð – Ilmkjarnaolíur og hugmyndaflugið

Tíu leiðir til að auka jákvæða orku á heimilinu

SHARE