Draumkennt tímaflakk: Hvernig hefðir þú litið út fyrir 100 árum?

Í þessum draumkennda tískuþætti, sem hin sextán ára gamla Annalisa Hartlaub hannaði, má bera tísku undanfarinna áratuga augum en hún tók sér á hendur draumkennt ferðalag gegnum tískusögu undanfarinna hundrað ára með þeim árangri sem myndirnar segja hér að neðan.

Það er Annalisa sjálf sem situr fyrir á öllum ljósmyndunum og leikur sér skemmtilega að tækninni sem svarar spurningunni: “Hvernig hefði ég litið út, ef ég hefði verið upp á öðru tímaskeiði?”

Öll tímaskeiðin spanna jafnt tísku þeirra efnuðu og svo aftur hina óbeisluðu götutísku, en Annalisa segir í inngangi að verkefninu sjálfu á vefsíðu sinni, að hún hafði alla tíð hrifist af jaðarmenningu og svo athyglisverðum birtingarmyndum stéttaskiptingar.

Annalisa, sem í viðtali við Huff Post sagðist hafa gert seríuna i tengslum við skólaverkefni, viðurkenndi jafnframt að tískusagan væri henni jafn hugleikin og áhugi hennar á ólíkum menningarheimum. “Svo ég ákvað að tengja þann áhuga minn við ástríðu mína fyrir tísku, förðum og ljósmyndun til að skapa eitthvað skemmtilegt.”

 

Hér að neðan má sjá tímaflakk Önnulisu Hartlaub gegnum undangengna öld:

1920

1920

1930

1930

1940

1940

1950

1950

1960

1960

1970

1970

1980

1980

1990

1990

2000

2000

2010

2010

SHARE