Dumle-lengjur

Mmmmm dumle karamellur eru svo góðar. Tékkið á þessari uppskrift frá Ljúfmeti.com

dumlesnitt4

Dumle-lengjur

  • 220 g smjör við stofuhita
  • 4 msk ljóst sýróp
  • 5 dl hveiti
  • 2 dl sykur
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 1 msk vanillusykur
  • 150 g Dumlekaramellur, hakkaðar

Hitið ofninn í 200° og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.

Hrærið sykri og smjöri saman og bætið sýrópinu saman við. Blandið þurrefnunum saman og hrærið í smjörblönduna. Hrærið að lokum hökkuðum Dumlekaramellum í deigið.

Skiptið deiginu í tvennt og rúllið tvær rúllur úr því. Leggið rúllurnar á bökunarpappír og fletjið þær aðeins út með fingrunum. Bakið í miðjum ofni í 8-11 mínútur, eða þar til lengjurnar hafa fengið fallegan lit. Takið úr ofninum og leyfið mesta hitanum að rjúka úr kökunum. Skerið lengjurnar í sneiðar á meðan þær eru heitar og látið þær síðan kólna á grind.

Dumle-lengjur

SHARE