Dýrustu heimili í heimi – Myndir

The Manor í Los Angeles Kaliforníu sem byggt var af sjónvarpsjöfrinum Aaron Spelling sem m.a. framleiddi þáttaraðirnar Beverly hills 90210, Charmed og Charlie´s Angels er metið á 113,8 milljón evrur. Setrið sem er stærsta heimilið í Los Angeles og m.a. með 123 svefnherbergi er í dag í eigu Petru Ecclestone dóttur formúlukappans Bernie Ecclestone.

Heimili manns er kastali hans segir erlent orðatiltæki. Hér er þó ekki um neina kastala að ræða heldur dýrustu heimili í heimi og sum þeirra svo fáranlega stór að ég er ekki frá því að maður geti týnt fjölskyldumeðlim þar.
Myndirnar eru þó vissulega til að dáðst að og láta sig dreyma um að búa þar, svo lengi sem einhver annar sér um að skúra herlegheitin.

Gengi evrunnar í dag er 161,73  krónur og reiknið nú.

SHARE