„Ég held ég verði alveg eins og Hemmi Gunn“

Þessa dagana er Björn Bragi Arnarsson sjónvarpsmaður, ásamt því að vera í sjónvarpinu, með uppistandi með Mið-Ísland hópnum í Þjóðleikhúskjallaranum. Hópurinn hefur hlotið alveg einstaklega góða dóma fyrir sýningar sínar og er þessi sýning alls ekki síðri, en sýningar hófust um seinustu helgi.

Þrátt fyrir annir fengum við Björn Braga til að koma í Yfirheyrsluna

Fullt nafn: Björn Bragi Arnarsson
Aldur: 28 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Atvinna: Sjónvarpsmaður

Hver var fyrsta atvinna þín? Ég vann á kassa í Nóatúni í Árbæ. Það var stemning.

Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Já, mörgum. Eftir á að hyggja var ég ekki að gera góða hluti í hiphop-fötum úr versluninni Jónas á milli þegar ég var í 8. og 9. bekk. Svo fékk ég mér líka strípur þegar ég var 15 eða 16 ára, það er lúkk sem eldist ekki vel.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já.

Hefurðu farið hundóánægður úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Ekki svo ég muni eftir. Ég hef yfirleitt verið til í að prófa eitthvað rugl þegar kemur að hárinu á mér.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei, væri það ekki eitthvað undarlegt?

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég setti einu sinni mynd af Rúnari Inga vini mínum á Instagram og fékk engin like á hana.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Fréttasíður og síður tengdar fótbolta.

Seinasta sms sem þú fékkst? „Er þetta ekki bara sjávarfang sem þarf að draga upp úr þér? Það sama og
Naomi Watts var með í The Impossible.“ Hann Allan vinur minn sendi mér þetta.

Hundur eða köttur? Ég er mikill hundamaður. Ég á sex ára labrador-dóttur sem heitir Etna.

Ertu ástfanginn? Ég er ástfangi.

Hefurðu brotið lög? Já, aðallega umferðarlög.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei.

Hefurðu stolið einhverju?  Já, ferill minn sem þjófur hófst þegar ég var 6 ára með Gunnari Agli þáverandi
bekkjarbróður mínum í Nóatúni. Ég er samt hættur að stela í dag.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég þori ekki að breyta neinu í fortíðinni eftir að ég sá Simpsons-þátt sem sýndi fram á að það getur verið mjög varasamt að breyta einhverju í fortíðinni.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég held að ég verði alveg eins og Hemmi Gunn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here