„Ég leit alltaf út fyrir að vera hissa“ – Fengu sér húðflúraðar augabrúnir

Það er sagt frá tveimur konum í Daily Mail, Sue Kilden og Gill Holding. Þær eiga það sameiginlegt að hafa farið í húðflúr á augabrúnum og Sue fékk sér líka flúr á varirnar, að auki.

Sue Kilden var nokkuð spennt þegar hún fór inn á snyrtistofuna sem hún lét húðflúra augnbrúnir sínar. Hún hafði lengi átt í erfiðleikum með að móta brúnirnar sem hún hafði plokkað of mikið í mörg ár. Hún hafði tvisvar áður farið í svona meðferð og verið mjög ánægð með útkomuna, hún hafði verið náttúruleg og litið mjög vel út. Í þetta skipti var hún ekki að fara á sömu snyrtistofu og hún var vön því hún var með afsláttarmiða á þessa stofu.

Meðan hún lét húðflúra brúnirnar talaði snyrtifræðingurinn Sue inn á það að láta flúra varirnar líka og það væri bara kaupauki, myndi ekki kosta neitt aukalega fyrir Sue.  

Sue segir þetta flúr hafa verið sársaukafyllra en vanalega en það var ekki fyrr en í enda meðferðarinnar, sem hún gerði sér grein fyrir að þetta hefðu verið stór mistök. Augabrúnirnar voru svartar með bláum blæ, langt því frá að vera ljósbrúnar eins og hún vildi og hefði tónað vel við ljósa hárið hennar. Það sem var þó verra voru varirnar. Útlínur vara hennar voru dökkbrúnar og voru eins ónáttúrulegar og hægt var.

„Um leið og ég sá mig í speglinum hugsaði ég: „Hvað hef ég gert?“ og byrjaði að gráta“ segir hin 60 ára gamla Sue. „Varirnar á mér voru hræðilegar. Það vantar inn í línuna og miðja varanna var ekki lengur í miðjunni. Það versta var samt að línan var svo dökk að ég vissi að ég gæti aldrei falið hana með varalit. Ég var í rusli.“

article-2603865-1CFF4AC800000578-653_634x472

Sue er ein af þúsundum kvenna sem hafa leitað þessara leiða í fegrunarskyni og margar konur líta svo á þetta sé góð lausn og minna mál en að þurfa að farða sig á hverjum degi. Mikil aukning hefur orðið seinustu 3 ár á þessum flúrum og á seinustu árum hefur fjöldi þeirra kvenna sem fara í svona meðferð, þrefaldast.

Gill Holding fór til konu í flúr sem hafði mjög takmarkaða reynslu í þessum meðferðum og hún hafði, eins og Sue, farið áður í svona meðferðir og verið mjög ánægð með útkomuna. Seinasta skipti sem hún fór var hún hinsvegar ekki ánægð en þá voru brúnirnar allt of ofarlega: „Þær voru á kolvitlausum stað og ég leit alltaf út fyrir að vera hissa,“ segir Gill en hún hefur síðan þetta gerðist eytt um 200.000 krónum í að láta laga augabrúnirnar. Hún segir að þetta hafi eyðilagt sjálfstraustið hennar því hún hafi oft staðið fólk að því að glápa á sig. 

article-2603865-1D13698A00000578-974_634x844

Antonia Mariconda, sem er stofnandi Safety In Beauty, segir að konur eigi ekki að hætta að fá sér svona flúr, en verði að leita sér upplýsinga og fara til fólks með mikla reynslu í þessu starfi og hafi pottþétt vit á því sem þau eru að gera.

 

SHARE