Einar Ágúst Poppstjarna: Einkalíf og frægð

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Á Þorláksmessu sá ég frétt á Visi.is sem Kolbeinn Tumi Daðason blaðamaður skrifaði en hún fjallaði um poppguðinn Einar Ágúst en hann sló rækilega í gegn með hljómsveit sinni Skítamóral á tíunda áratugnum eins og allir vita og hélt svo uppteknum hætti í tónlistinni og fangaði hjörtu þjóðarinnar hvað eftir annað.

Ég var eitthvað utan við mig að rúlla niður forsíðu Vísi.is og sá fyrst ljósmynd af Einari Ágúst og varð forvitinn, hélt ég væri að fara að lesa um nýja sólóplötu eða eitthvað sem tengist starfi hans í tónlist og/eða útvarpi. En þá sé ég að fréttin tengist ekki frægð hans sem poppstjörnu heldur snýst hún um einkalíf hans og þá staðreynd að hann sé gjaldþrota með öðrum nákvæmari upplýsingum sem ég ætla ekki að hafa hér eftir.

Hvar liggja mörkin þegar kemur að blaðamennsku og umfjöllun um fólk?

Ég veit að Einar Ágúst er opinber (fræg) persóna en er rétt af blaðamanni að fara inn á einkalíf hans á þennan hátt og fjalla um svona rosalega viðkvæmt málefni?

Hvers má ég vænta að sjá næst? Mun ég sjá fyrirsagnir eins og „Einar Ágúst hefur greinst með krabbamein“ eða „Einar Ágúst hefur ekki farið út úr húsi eftir að vinur hans lést“ ?

Þá án Einars samþykkis?

Er siðferðilega rétt af blaðamönnum að opinbera viðkvæm málefni í einkalífi fólks ef það er frægt?

Mér er nákvæmlega sama þó Einar Ágúst sé einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Mér finnst einfaldlega ljótt af blaðamanni að birta svona viðkvæmar upplýsingar um einkalíf hans og það án hans samþykkis og að auki á Þorláksmessu sjálfri.

Hefur blaðamaður einhverja ástæðu til að birta þetta? Hvað hefur þjóðin með þetta að gera? Eigum við að smjatta á þessu með hæðni og/eða neikvæðni í garð Einars? Er eitthvað sem ég er ekki að skilja hérna?

Frá bankahruni hafa tugþúsundir misst húsnæði sitt og orðið gjaldþrota. Á að

nota Einar og frægð hans í einhverri tengingu við það?

Ekki kemur það fram í „fréttinni“ og væri heldur ekki gild skýring á þessari hegðun blaðamanns.

Ég einfaldlega finn enga skýringu sem „meikar sense“ um afhverju blaðamaður fann hjá sér þörf til að skrifa og opinbera þessa „frétt“.

Nú ekki nema þá til að reyna að hæðast að honum vegna síns fjárhagslega taps?

Ef það var raunin þá mistókst blaðamanni hrikalega. Því eins og áður var sagt eru tugþúsundir landsmanna í sömu stöðu og jafnvel verri heldur en Einar.

Eru til lög um svona hegðun blaðamanns? Ég er ekki lögreglumaður,lögfræðingur eða dómari. En ég fletti samt sem áður upp í lögunum og fann svolítið áhugavert:

“237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt. “

Í mínum huga er þessi „frétt“ ærumeiðing og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

Blaðamaður hefur enga gilda skýringu á því afhverju þessi umfjöllun um Einar Ágúst sé mikilvæg almenningi.

Veistu afhverju?

Það er af því hún er það ekki. Þetta kemur okkur ekki við.

HR.PENNI

 Tengdar greinar:

„Martöð sem ég fór vakandi í gegnum“

Þjóðarsálin: „Fólk er ótrúlega tilætlunarsamt og frekt“

Margir hafa það verra….

SHARE