Einfaldir réttir eru stundum langbestir

Þessi einfalda og æðislega uppskrift er fengin af Gulur, rauður, grænn & saltÞessi réttur er ekta föstudags, komið helgarfrí og ekki nokkur maður sem nennir að standa í stórræðum í eldhúsinu.

Sjá einnig: Fljótlegasta leiðin til að elda pasta

IMG_3353

Spaghetti Aglio

180 g spaghetti, t.d.Pasta di semola frá Rustichella d’abruzzo (mæli óhikað með því)
klípa sjávarsalt
2-5 hvítlauksgeirar (ég nota hiklaust 5), saxaðir
1/2-1 chili, skorið i þunnar sneiðar
2 kúfaðar msk smjör (eða 6 msk ólífuolía)
fersk steinselja, söxuð
pamersan, fínrifinn

  1. Sjóðið pastað skv. leiðibeiningum með smá sjávarsalti.
  2. Bræðið smjörið á pönnu en varist að hitinn sé of mikill þannig að smjörið brenni (ég hafði helluna stillta á ca 4-5).
  3. Steikið hvítlauk og chilí á pönnunni í smástund eða þar til hvítlaukurinn er farinn að ilma og breyta um lit (varist að brenna hann).
  4. Þegar pastað er fullsoðið “al dente” hellið vökvanum frá, setjið í skál og bætið smjöri, hvítlauk og chillí saman við ásamt steinselju og parmesan.

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE