Einföld og góð súkkulaðimús

Þessi fallega og gómsæta dásemd er frá Eldhúsperlum.

 

Uppskrift:

  • 150 grömm dökkt súkkulaði (56 – 70%)
  • 2 msk smjör
  • 2 heil egg og 1 eggjarauða
  • 2 msk sykur
  • 3,5 dl rjómi
  • 1 tsk vanilluextract
  • Salt á hnífsoddi

Aðferð:

Súkkulaði og smjör brætt yfir vatnsbaði eða í potti við vægan hita með ögn af salti. Tekið af hitanum og leyft að kólna. Á meðan eru eggin, eggjarauðan og sykurinn þeytt vel saman þar til ljóst og létt. Súkkulaðinu og vanillunni hrært saman við. Rjóminn stífþeyttur og honum blandað varlega saman við súkkulaði- og eggjablönduna. Músin færð í nokkrar litlar skálar, glös á fæti eða eina stóra skál og kæld í 1 klst eða lengur. Borið fram með ferskum berjum.IMG_0208

SHARE