Einstakir ilmolíulampar – Fáanlegir á Íslandi

Ég fékk mér á dögunum alveg dásamlegan ilmolíulampa frá Zolo, en Zolo er með mikið úrval af ilmolíulömpum í öllum stærðum og gerðum og litaúrvalið er æðislegt líka. Sumir skipta litum í ljósi, aðrir ekki. Sumir bjóða upp á að slökkva á ljósinu en hafa tækið samt í gangi, það er snilld fyrir þá sem vilja nota lampana í svefnherberginu.

Screen Shot 2014-05-19 at 11.16.31 AM

Allir lamparnir eru rakatæki, jónutæki og hafa hreinsandi áhrif á andrúmsloftið. Þeir eru mismunandi lengi í gangi áður en þeir slökkva á sér sjálfir þegar vatnið er búið, allt frá 2 klst til 9 klst.

Þetta eru í raun og veru 5 tæki í einu litlu:

  • Rakatæki
  • JónutækiScreen Shot 2014-05-19 at 11.16.27 AM
  • Hreinsun á lofti
  • Ilmgjafi og
  • Lítið fallegt ljós

Setjið volgt vatn í lampann upp að línunni sem þið sjáið innan í lampanum, setjið því næst uppáhalds ilminn ykkar út í og kveikið á honum. Það er mjög gott úrval af ilmolíum því Zolo er með yfir 100 ilmi í boði.

Lamparnir hreinsa andrúmsloftið, gefa góðan raka, rosa góðan ilm, framleiða neikvæðar jónir sem er svaka gott fyrir sálina og síðast en ekki síst eru þær fallegir með litlu róandi ljósi. Lampinn slekkur á sér sjálfur þegar vatnið er búið, engar áhyggjur.

Þessi sniðugu litlu tæki er tilvalið að hafa nánast hvar sem er:

  • Svefnherbergjum
  • Stofunni
  • Forstofunni
  • Baðherberginu
  • Skrifstofunni
  • Líkamsræktinni
  • Hótelherbergjum
  • Sjúkrastofum og heilsugæslu
  • Spa svæðum
  • Snyrtistofum
  • Nuddstofunni
  • Þar sem dýr eru.

Smelltu hér til að sjá fleiri lampa frá Zolo en þau eru líka á Facebook.

 

Screen Shot 2014-05-19 at 11.16.54 AM

SHARE