Ekki fresta neyslu hugsanlegra ofnæmisvalda

Áður var ráðlagt að ekki ætti að gefa ungbörnum sem eru í hættu að fá ofnæmi sökum erfða eða ungbörnum sem eru með exem ofnæmisvaldandi fæðu fyrr en í fyrsta lagi um sex mánaða aldur.

Sjá einnig: Mamma á morfíni gleymir að hún var að fæða barn

Nú hefur það breyst, ekki er lengur talin ástæða til að fresta neyslu hugsanlegra ofnæmisvalda. Móðir með barn á brjósti ætti ekki að útiloka fæðutegundir úr eigin mataræði í því skyni að fyrirbyggja ofnæmi hjá barninu. Þekking í dag bendir til þess að það að móðir forðist ákveðnar fæðutegundir verndi ekki gegn, eða seinki, ofnæmi og óþoli hjá barni.
Ef hún hefur sjálf greinst með fæðuofnæmi þarf hún eingöngu að útiloka þær fæðutegundir sem hún er sjálf með ofnæmi fyrir og þá vegna eigin heilsu.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE