Ekki fyrir viðkvæma: Líf eiturlyfjafíkla í Sankti Pétursborg

Rússneski ljósmyndarinn Irina Popova vakti hneykslan, reiði og viðbjóð almennings þegar hún kynnti ljósmyndaröð sína sem sýnir daglegt líf tveggja eiturlyfjafíkla í St. Pétursborg.

Um var að ræða ljósmyndaröð af ungu pari sem bjó, ásamt barnungri dóttur sinni, í niðurníddu greni innan borgarinnar. Myndirnar sem sjá má hér að neðan eru óhugnarlegar í eðli sínu og biðjum við þá lesendur sem eru viðkvæmir fyrir, að hafa hugfast að serían inniheldur ósæmilega nekt og átakafullar myndir af ungu barni.

Allar myndir hér er að finna á vefnum Lensculture, þar sem má sjá frumtextann hér að neðan á ensku, en eftirfarandi upplýsingatexta má lesa með seríunni sjálfri:

 

Ég sá Lilya í fyrsta sinn á götu úti, fyrir framan frægan neðanjarðarklúbb nærri St. Pétursborg. Hún sat á hækjum sér og var að míga.

Má ég ljósmynda þig?”

Tötralegur karl sem leit eftir barnavagninum meðan Lilya meig á götuna sagði mér að “fjandast í burtu” en Lilya hóf strax að setja sig í stellingar af miklum ákafa. Hún var stolt af fegurð sinni, sterku yfirbragðinu og af ljóshærðu, litlu og engilfríðu stúlkunni sinni.

 

 

 

e0f5d643a06ca1506efbac2c07ba76aa-large

 

 

Hún bauð mér í framhaldinu heim til sín – í lítið herbergi í bæjarblokk. Herbergið var daunillt og angaði undarlega; sterk anganin og drukkið fólk fyllti upp í rýmið. Kærastinn hennar – sem hún nefndi “Dandelion” vegna þess að hann var með hrokkið hár sem virtist stjórnlaust og óx út í allar áttir. Þau hlýddu á hræðilega tónlist meðan þau horfðu á hryllingsmyndir í sjónvarpinu og herbergið þeirra virtist líkara súrrealísku horni í neðanjarðarklúbbi en heimili. Litla stúlkan skreið um gólfið, lék sér við tómar flöskur, skítug teppi, kattaskít … og móðirin dró barnið öðru hverju í burtu með orðinu; “Anfisa!”

 

 

450ba9dd94dc67de4ae6c6d3a807af2a-large

 

 

Allt sem fór fram í herberginu virtist endurómur af martröð og eftir á var erfitt að rifja tilfinninguna sjálfa upp, hvernig í raun var að standa þarna inni.

 

 

db52226f433f0829d692c8ea00fe5f3f-large

 

 

Þau bjuggu í myrkrum heimi þar sem dagur og nótt runnu saman bak við þykk gluggatjöldin og virtust eingöngu fara út á götu til að betla peninga fyrir ódýru áfengi (þau gátu ekki keypt nein eiturlyf). Dóttir þeirra var með þeim allan tímann og horfði á alla atburðarásina með starandi barnsaugum, meðan hún reyndi að snerta á öllu umhverfis og bragða á heiminum. Þau gáfu henni rándýra pelamjólk að borða, drógu hana frá hættulegum hlutum, skiptu um bleyju á henni og sögðu af og til: “Anfisa, hættu, Anfisa, farðu að sofa!”

 

 

a1cb917cb8af05d9859c507982e07355-large

 

 

Anfisa gat fest svefn þrátt fyrir þunga tónlistina og allan hávaðann. Hún var afskaplega hljóðlátt barn og stillt og grét næstum ekki.

 

 

dc82debc319c197d703e29f6cdaf000d-large

 

 

Sjö dagar liðu hjá og runnu saman, meðan ég kom og fór með ljósmyndavélina mína og þau minntust mín eftir á eins og löngu tímaskeiði hefði verið að ljúka, þar sem þau höfðu loks náð botninum. Þegar mínu verkefni var lokið hentu þau öllum gestunum á dyr, þrifu húsið og hófu að lifa eins og eðlilegt fólk … eða, næstum eins og eðlilegt fólk. (Í alvöru, hvað merkir að vera eðlilegur?) En þessi hvíld stóð ekki lengi yfir og brátt tók annað geðveikistímabil við.

 

 

18fe8c5ce8e8d7f384d6232577e9b645-large

 

 

Lilya og Pasha höfðu fundið hvort annað fimm árum áður. Lilya hafði átt þann draum að gerast klámleikkona eða fyrirsæta, en lét aldrei verða af hvorugu. Svo varð hún ólétt og var afar stolt af þeim níu mánuðum sem hún hafði ekki neytt eiturlyfja eða reykt gras – sem að hennar mati er mjög hollt fyrir börn. Hún viðurkennir að hún gangi með nokkra kynsjúkdóma og vilji ekki smita dóttur sína.

 

 

014f3886e3b960dceeed91330ab729d3-large

 

 

Þau fluttu í hús sem stóð við hlið nafntogaðs leikhúss sem þau hafa aldrei stigið fæti inn í. Þau mega ekki koma þangað inn, vegna þess hvernig þau líta út. Foreldrar Pasha hjálpa stundum til við barnapössun og gefa þeim af og til peninga.

 

 

73ac913515fc3995ec3cabdca294aeb9-large

 

 

Þau kaupa nýjan farsíma í hverjum mánuði en selja farsímann í lok hvers mánaðar til þess að eiga fyrir eiturlyfjum. Samband þeirra við umheiminn er því mjög slitrótt og tilviljanakennt.

 

 

a6f90a06f20152d0377ce12fb28bc166-large

 

 

Ég setti upp ljósmyndasýningu fyrir opnum tjöldum í Sankti Pétursborg og öll komu þau á opnunina. Þau gátu hlegið að sjálfum sér á ljósmyndunum og gátu ómögulega skilið að nokkur manneskja gæti áfellst þau um að hafa gert nokkuð rangt. Aðrir gestir sýningarinnar brugðust ekki við á harkalegan hátt heldur. Allt var með kyrrum kjörum.

 

 

9d7442ab3ee69138c886066befac1ef8-large

 

 

Erfiðleikarnir hófust ekki fyrr en ég birti ljósmyndaröðina á internetinu. Hundruðir bloggara tóku að væna parið um vanrækslu og neikvæð viðhorf í garð dóttur sinnar og voru harðorðir í garð ljósmyndarans (mín) fyrir afskiptaleysi. Sú staðhæfing mín að ást og umhyggju geti einnig verið að finna í brotnum fjölskyldum vakti jafnvel enn meiri hysteríu.

Einhver skrifaði klögu til lögreglunnar. Tilgangurinn var sá að taka litlu stúlkuna frá fjölskyldu sinni og koma henni fyrir á munaðarleysingahæli.

 

 

aa3d5f91346faa7dd21b5a9491408d54-large

 

 

Tvö ár liðu frá því að myndirnar voru teknar. Ég heimsótti fjölskylduna nokkrum sinnum. Þau höfðu ekki látið af lífstíl sínum, notuðu enn eiturlyf en lifðu fremur björtu og listrænu lífi og hugsuðu enn um litlu dóttur sína, sem þau sáu sem hluta af lífi sínu og jafnvel með glettni og kímnigáfu í bland við allt. Fleiri fluttust inn í húsið og íbúðina, annað fólk sem lifði sambærilegum lífsstíl og þarna deildu þau húsnæði í sátt og samlyndi við nágranna sína.

 

 

4cea21da9fee49cb51456924b66b9633-large

 

 

En fyrir hálfu ári síðan yfirgaf Lilya fjölskylduna og enginn veit hvar hún er niðurkomin í dag. Pasha fer með dóttur sína á leikskólann hvern dag og sinnir láglaunastörfum. Stúlkan getur talað og virðist þroskast eðlilega. Það eina sem skilur hana frá öðrum börnum, er augnaráð hennar sem er alvörugefnara en venjan er hjá börnum á hennar aldri. Pasha virðist óhamingjusamur og uppstökkur og vill ekki hafa nein frekari samskipti við fólk sem lætur sig framtíð fjölskyldu hans varða.

Ljósmyndarinn neitar með öllu að eigna sér þann rétt að dæma þetta fólk.

– Irina Popova

 

Heimild: Lensculture – Another Family

SHARE