Ekki nota þessar snyrtivörur of mikið

Of mikil notkun þessara snyrtivara getur verið slæm fyrir þig. Þegar kemur að snyrtivörum gildir viss regla – því minna því betra. Því miður eigum við það til að setja á okkur til dæmi of mikið af snyrtivörum, ilmvatni eða sjampói, sem gæti í raun verið að hafa slæm áhrif á heilsu þína.

Sjá einnig: 6 ástæður til að sofa EKKI með farða

Hér eru nokkrar vörur sem þú átt ekki að nota of mikið af:

 

images

 

Sjá einnig: Þarft þú að henda snyrtivörunum þínum?

Brúnkukrem

Þrátt fyrir að við vitum að brúnkukrem er betra fyrir okkur en sólbað, geta slík krem innihaldið skaðleg efni. Ef þú setur á þig of mikið af brúnkukremi getur þú verið að skemma húð þína, svo ekki sé minnst á að gera húð þína appelsínugula.

Primerar

Primerar eru afar vinsælir og láta húð þína líta út fyrir að vera gallalausa og láta farða þinn endast lengur. Flestir primerar eru þó með sílikongrunn, sem smýgur auðveldlega inn í húð þína. Þeir jafna út svitaholur þínar, en á sama tíma getur hann stíflað svitaholurnar og valdið bólum.

Burstar sem hreinsa húðina

Með því að þvo húð þína með skrúbb eða bursta, gerir þú hana hreina og mjúka. Aftur á móti ef þú notar slíka bursta á hverjum degi, getur þú verið að erta húð þína og valdið útbrotum, roða, bólum og ýtt undir exemi.

Vaseline

Margir halda að Vaselin geri húð þeirra afar mjúka, en sannleikurinn er sá að Vaseline smýgur ekki inn í húð þína. Vaseline lokar húð þinni og heldur rakanum inni, en ef þú notar það of mikið, getur það haft neikvæð áhrif á húð þína.

Hármaskar

Öllum hármöskum er ætlað til þess að laga hár þitt og gefa því raka. Ef þú notar maskann rétt, mun það gera hár þitt heilbrigðara og meira glansandi, en ef þú notar hann of oft, mun hár þitt verða fitugt og flatt.

Varasalvar

Varasalvar eru afar góðir þegar byrjar að kólna í veðri og vernda varir þínar fyrir veðrum og vindum. Notaðu bara græðandi varasalva þegar þú ert með mikinn varaþurrk og þegar varir þínar hafa gróið, skaltu nota venjulegan varasalva.

Mattur varalitur

Þeir eru frábærir, þorna fyrr, endast lengur og smitast ekki, en ef þú notar þá of oft, geta varir þínar þornað upp.

Gerviaugnhár

Margar konur elska að nota gerviaugnhár, en ef þú notar þau of oft, geta þau haft skaðleg áhrif á þín eigin augnhár.

Þurrsjampó

Þurrsjampó er frábært. Á nokkrum sekúndum færðu hár sem lítur út fyrir að vera hreint og meiri fyllingu í hárið. Því miður getur of mikil notkun á þurrsjampói haft slæm áhrif á hársvörð þinn og stíflað svitaholur.

 

Heimildir: Womensdailymagazine.com

 

 

SHARE