Er ennþá með tilfinningar til Justin

Britney Spears hefur lýst yfir áhuga á því að taka upp lag með sínum fyrrverandi, Justin Timberlake. Nú hefur hann bitið á agnið og er til í það, en þá er Britney farin að fá bakþanka. Justin var spurður að þessu í viðtali og hann sagðist alveg vilja taka dúett með Britney. Heimildarmaður HollywoodLife sagði: „Síðan Justin sagði þetta í viðtalinu hefur starfslið Britney verið æst í að láta þetta verða að veruleika en Britney er ekki til í það. Justin er ástin í lífi hennar og hún hefur aldrei jafnað sig á að missa hann. Hún er hrædd um að ef hún fer að vinna með honum muni það bara opna gömul sár og magna upp tilfinningarnar gagnvart honum.“

 

Sjá einnig: Britney Spears drukknaði næstum því á Hawaii

 Britney og Justin voru saman frá 1999- 2002. Þau hættu saman og sögur fóru á kreik um að Britney hefði haldið framhjá honum með dansaranum Wade Robson.

 

 

SHARE