Er þér ennþá kalt síðan í morgun?  Prufað þá að ylja þér á þessum heita kanil/epla smoothie með smá tvisti.

·         1 epli, skorið í þykka bita og ekki taka hýðið af.

·         ¼ bolli af rúsínum.

·         ½ teskeið af kanil.

·         2 matsk. pekan hnetur

·         örlítið af cayenne pipar

Aðferð:  Setjið epli, rúsínur, kanil og ¼ bolla af vatni í eldfasta skál og látið í örbylgjuofn í 2 mínútur.  Látið standa í 1 mínútu áður en sett í er blandara á fullan styrk í stutta stund þar til að þetta blandast vel saman.

Bætið við ¾ bolla af heitu vatni ásamt pekan hnetum og cayenne pipar og blandið á hæsta styrk í um það bil eina mínútu eða þar til að drykkurinn er vel blandaður. 

Gott er að varast að setja sjóðandi heitt vatn í blandara með glerkönnu, hún gæti sprungið!

SHARE