Ertu að fá kvef? – 8 ráð til að hnekkja á flensupúkanum

Á síðu Health eru 10 ráð til að vinna bug á kvefpestum sem fara á stjá á haustin. Ef þú vaknar með pirring í hálsinum og kitl í nefinu þá eru þessi ráð alveg að virka til að stoppa það sem þú veist að kemur á eftir.

1. Drekktu mikið af vökva eins og vatni og ávaxtasafa. Vatnið er gott fyrir ónæmiskerfið og ávaxtasafar, og þá sérstaklega appelsínusafar eru stútfullir af C vítamínum sem eru eitt það besta til að vinna gegn kvefpestum. Í hádeginu er best að fá þér kjúklingasúpu, þú hefur örugglega heyrt um að hún sé holl fyrir þig ef þú ert með kvef og það er engin þjóðsaga.

2. Skolaðu hálsinn með saltvatni. Ef þú leysir upp hálfa teskeið af salti í heitu vatni og setur upp í þig og skolar hálsinn og hrækir því svo í vaskinn, þá ertu að hreinsa bakteríur, slím og sýkla úr hálsinum og minnkar líkurnar á því að þú fáir hálsbólgu.

3. Hreinsaðu nefið. Notaðu saltvatnsnefsprey um leið og þú finnur fyrir einkennum og farðu í heita sturtu.

4. Drekktu hunang. Það virkar og það hefur alveg verið sannað. 1 eða 2 matskeiðar út í te gerir kraftaverk.

5. Reyndu að hvíla þig. Ef þú hefur tök á því, farðu þá heim og hvíldu þig. Líkaminn verður sterkari og á auðveldara með að berjast við vírusa.

6. Taktu létta æfingu. Létt æfing styrkir ónæmiskerfið en þá er ekki verið að tala um neina brennslu og halda hjartslættinum undir 100.

7. Borðaðu hollan mat í kvöldmat með mikið af grænmeti.

8. Farðu snemma að sofa og farðu í heita sturtu fyrir svefninn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here