“Ertu að negla konuna mína, dóninn þinn?” : MYNDBAND

Þeir sem til þekkja segja suðræna elskhuga þá ástríðufyllstu í heimi. Og ef marka má þetta fáránlega fyndna myndband sem sýnir óttasleginn elskhuga hlaupa eins og fætur toga undan trylltum eiginmanni ástkonu hins fyrrnefnda, þá er nokkuð til í goðsögninni!

Trylltur af ótta, íklæddur g-streng einum fata og kúrekahatti (?) hleypur íturvaxinn elskhuginn eins og fætur toga, sennilega í þeirri von að hann fái bjargað eigin lífi, undan froðufellandi eiginmanninum niður fjölfarnar götur Tiujana borgar.

Reddit notendur hafa farið hamförum yfir myndskeiðinu hér að neðan undanfarna daga. Nú stendur spurningin eftir:

Ætli berrassaði kúrekinn á lendaskýlunni hafi komist óskaddaður frá atvikinu? 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”x-jlZdkQ6LM”]

SHARE