Ertu uppþembd?

1. Bananar

Þér finnst þeir kannski þungir en þeir þyngja þig ekki. Bananar eru uppfullir af trefjum og kalíum, sem dregur úr vökvasöfnun.

2. Kantalópa

Þessi appelsínugula melóna er uppfull af kalíum, lág í kaloríufjölda og há í vatni. Þú kemst því upp með að borða helling af henna.

3. Grænblaða grænmeti

Grænkál, spínat og kál eru lág í kaloríum, uppfull af trefjum og hafa vatnslosandi áhrif.

4. Ólífuolía

Það er reyndar ekki vísindalega sannað en talið er að litlir skammtar af ólífuolíu geti haft góð áhrif á þyngdaraukningu í kringum magann. Olíusýran aðstoðar við niðurbrot fitu.

5. Gróft brauð

Það vita allir að forðast á hvítt brauð, en gróft brauð er troðfullt af trefjum sem halda blóðsykrinum í góðu jafnvægi.

 6. Ætiþistlar

Í einum meðalstórum ætiþistli eru 7 grömm af trefjum. Það gera um 30% af ráðlögðum dagsskammti!

 7. Avókadó

Uppfullt af hollri fitu. Maukaðu það niður og notaðu ofan á brauð eða skerðu út í salat. Getur ekki klikkað.

8. Brún hrísgrjón

Flókin kolvetni sem taka langan tíma að melta og halda seddutilfinningunni í lengri tíma. Skiptu út þessum hvítu og borðaðu brún!

9. Hafrar

Leynivopnið í höfrum eru trefjar. Skelltu smá kanil út á hafragrautinn og þú slærð tvær flugur í einu höggi – góður skammtur af trefjum og minni sykurlöngun.

10. Lífrænt jógúrt

Uppfullt af góðri bakteríuflóru sem stuðlar að góðri magaheilsu og heldur meltingunni í góðum málum.

11. Feitur fiskur

Lax og makríll er t.d. fiskur sem er uppfullur af omega 3 fitusýrum sem hefur gríðargóð áhrif á líkamann.

12. Epli

Nýleg könnun leiddi í ljós að eplaát fyrir máltíð leiðir til þess að þú borðar minna, af því epli eru uppfull af mettandi trefjum.

13. Agúrkur

Agúrkur eru lágar í kaloríufjölda, harðar undir tönn og uppfullar af vatni. Allt saman frábærir kostir.

14. Tómatar

Tómatar eru uppfullir af kalíum og draga úr vökvasöfnun.

15. Ber

Ber eru trefjarík og full af andoxunarefnum. Og lág í kaloríum. Skelltu þeim út á hafragrautinn.

16. Sellerí

Sellerí er mjög vatnsríkt og hjálpar til við að losa líkamann við óþarfa vökva.

17. Aspas

Aspas inniheldur kalíum. Borðaðu hann hráan eða nuddaðu smá salti og pipar og olífuolíu á hann og hentu á grillið.

18. Eggaldin

Eggaldin eru lág í natríum og innihalda mikið vatn, en þessi blanda hjálpar til í baráttunni við vökvasöfnun.

19. Vatnsmelóna

Gjörsamlega stútfull af vatni og mjög svo frískandi.

20. Möndlur

Möndlur eru hlaðnar próteini og því mjög góður naslkostur síðdegis. Haltu þig við ósaltar og náttúrulegar og ekki borða meira en 30gr.

21. Egg

Hið nýjasta í eggjaáti er að tvö egg í morgunmat hjálpa til við að halda matarlystinni í skefjum.

22. Rækjur

Rækjur, eins og egg, halda matarlystinni í skefjum. Þær innihalda einnig mjög fáar kaloríur, þannig að þá má alveg borða vel af þeim.

23. Sítrónuvatn

Vatn heldur vökvasöfnun í lágmarki og sítrónur róa meltingarkerfið. Saman er þetta stórgóð leið til að byrja daginn.

Grein birtist fyrst á www.redbookmag.com

SHARE