Eyða reikningi móður vegna barnakláms

Reglur Instagram eru skýrar; enga nekt má sýna á samskiptamiðlinum. En jafnvel Instagram getur gengið of langt og þannig var aðgangi 33 ára gamallar bandarískrar móður sem birti mynd af 19 mánaða gamalli dóttur sinni á Instagram, umsvifalaust eytt í kjölfar birtingarinnar.

Þegar hin 33 ára gamla Courtney þráaðist við og setti ljósmyndina inn aftur, brást Instagram umsvifalaust við og í það skiptið var reikningnum eytt með öllu en við það glötuðust allar ljósmyndir sem tengjast reikningnum og svo fylgjendur hennar með einum músarsmelli.

Ljósmyndin sem olli banninu sýndi 19 mánaða gamalt barnið í alltof stórum, heiðgulum gúmmístígvélum – víðum nærbuxum og jú. Barnið klæðist bol á myndinni en virðist skoða á sér bumbuna. Móðir barnsins, Courtney Adamo, segir Instagram augljóslega hafa metið myndbirtinguna sem birtingarmynd barnakláms en ljósmyndir sem innihalda nekt eða efni einungis ætlað fullorðnum er stranglega bannað á miðlinum.

 

Þessari mynd var eytt af Instagram og er myndin enn bönnuð: 

bönnuð mynd af barni

 

Eina útskýringin sem móðir barnsins hefur fengið á myndbanninu er að “hún hafi brotið samskiptareglur miðilsins” og er vísað í “banni við berum geirvörtum” en Courtney, sem heldur úti og rekur vefverslunina Babyccino Kids, fékk í fyrstu aðvörun frá samskiptamiðlinum vegna brots á reglum um myndbirtingu. Ljósmyndin var fjarlægð – en þar sem Courtney átti erfitt með að átta sig á í hverju aðvörunin var fólgin, setti hún myndina aftur inn og í það skiptið var reikningi hennar lokað með öllu og þar með hurfu 1700 ljósmyndir og allir hennar fylgjendur.

 

article-0-1F154C2F00000578-703_634x618
Hin breska Courtney með Marlow, 19 mánaða gamalli dóttur sinni.

 

Mér finnst þetta hreint út sagt fáránlegt, ef ekki bara ógeðslegt. Ég borið saman bækur mínar við nokkrar aðrar mæður sem hafa sagt mér að reglurnar kveði á um að börn sem eru farin að ganga megi ekki vera skyrtulaus á Instagram. En dóttir mín er svo ung! Á hverjum degi birtast auglýsingar sem sýna börn á bleyjunni einni fata og engum finnst það fela í sér neina kynferðislega tilvísun. Nema Instagram. Þetta er klikkun. Þeir sjá greinilega barnaklám út úr myndinni, en fyrir mér er þetta saklaus mynd af gullfallegu barni; litlu dóttur minni. Stoltið er greinilegt á myndinni – hún er nýbúin að pissa í kopp í fyrsta sinn og stoltið leynir sér ekki í litla andlitinu. 

 

Þó Instagram, sem er í eigu samskiptamiðilsins Facebook, hafi bannað myndbirtinguna hefur Facebook, sem hefur álíka reglur ekki tekið ljósmyndina af barninu sem settist á kopp, kippti upp bolnum, varð kveikjan að ljósmyndinni og var að lokum útilokað frá Instagram, niður – en ótrúlegt þykir að einn samskiptamiðill skuli samþykkja myndbirtingu sem annar leyfir og það í eigu sömu aðila.

Til að heimsækja Instagram reikning Courtney, smelltu HÉR en til að lesa reglur Instagram smelltu HÉR

SHARE