Fajitas úr avókadó og nautakjöti, án kolvetna – Uppskrift.

Áttu eftir að ákveða hvað er í matinn í kvöld? hvernig væri að borða fajita með avokadó og sleppa kolvetnunum!

Langar þig mikið í  fajita en ert að reyna að draga úr kolvetnunum? Slepptu tortillunum og fáðu þér þennan mexíkóska mat með avókadó! 

Það er hægt að gera fleira við avókadó en að búa til guakamóle eða skera það í bita saman við salatið. Það er alveg kjörin skál undir uppáhaldsrétti okkar. Hér kemur tilllaga að þannig mat.

Avókadó með nautakjötssteik. 

Fyrir 8

Efni: 

  • 4 avókadó
  • 4 matsk. sítrónusafi
  • 2-1/2 matsk. kóríander
  • 2 matsk. fajita krydd
  • 1 matsk. ólívuolía
  • U.þ. b. 3/4 bolli arugula (grænt salad- líkt rúkola)
  • 450 gr þunn nautasteik
  • 1 meðalstór paprika, skorin í sneiðar
  • 2 stk. jalapenó pipar, fræin fjarlægð og þeir sneiddir
  • 1 meðalstórir laukar
  • Salt of pipar

Aðferð:

  1. Látið steikina í plastpoka. Bætið kóríander, fajita kryddi (1 matsk.) salt og pipar saman við. Setjið inn í ísskáp og látið bíða í klukkustund.
  2. Skerið hvert avókadó í tvennt og fjarlægið steininn. Hreinsið innan úr skurninni og setjið í stóra skál. Bætið sítrónusafanum, salti og pipar út í. Kremjið með gaffli og geymið.
  3. Grillið nú kjötið yfir meðalhita í ca. 5-6 mín. Skerið í þunnar sneiðar og geymið. Látið papriku, jalapenó, lauk og 1mtsk. sem er eftir af fajita kryddinu á pönnuna og látið krauma við mjög lágan hita u.þ.b. 4 mín.
  4. Setjið nú avókadó stöppuna (guakamóle) í skeljarnar. Látið dálítið af arugula á guakamóle ásamt papríkunni, jalapenó og steikinni ofana á arugula (sem er ofan á avókadóstöppunni). Stráið smá kóríander yfir og berið srax fram.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here