Falleg saga af hjónum – Góður boðskapur um ástina

 

Maðurinn minn er verkfræðingur og ég elska það hversu mikið jafnaðargeð hann hefur og hversu nákvæmur hann er. Ég elska líka hlýju tilfinninguna sem ég fæ þegar ég halla mér upp á breiðum öxlunum hans.

Eftir þriggja ára samband og nú tveggja ára hjónaband verð ég að viðurkenna að ég er að verða þreytt á sambandinu okkar. Ástæður þess að ég elskaði hann áður hafa nú breyst í ástæður fyrir eirðarleysi og pirring gagnvart honum.

Ég er mjög tilfinningarík kona og rosalega viðkvæm þegar kemur að sambandinu og tilfinningum mínum, ég þrái rómantískar stundir, örugglega jafn mikið og börn elska nammi. Eiginmaðurinn minn er hins vegar algjör andstæða, hann skortir alla viðkvæmni og tilfinningar og er algjörlega sneyddur þeim hæfileika að geta skapað rómantískar aðstæður. Þetta gerir það að verkum að mig langar ekki lengur að búa við svona ást.

Einn daginn ákvað ég að segja honum ákvörðun mina, þá ákvörðun að ég vildi skilnað.

Af hverju? Spurði hann hissa.

Ég er þreytt og það eru ekkert ástæður fyrir öllu í heiminum! Svaraði ég.

Hann þagði allt kvöldið, virtist vera djúpt hugsi.

Ég varð ennþá vonsviknari. Hér var maður sem gat ekki tjáð mér hvað væri að valda honum hugarangri, hvers get ég eiginlega vænst af honum?

Loksins spurði hann mig: Hvað get ég gert til að láta þig skipta um skoðun?

Það var einhver sem sagði að það væri erfitt að breyta persónuleika fólks og ég var farin að missa trúnna á honum. Ég horfði djúpt í augu hans og svaraði rólega:
“Spurningin er þessi, ef þú getur svarað og sannfært hjarta mitt mun ég skipta um skoðun. Segjum sem svo að ég myndi vilja fá blóm sem yxi á bjargbrún og við værum bæði viss um að með því að sækja það blóm myndir þú detta og deyja, myndir þú samt gera það fyrir mig?”

Hann sagði: Ég skal svara þér á morgun.

Vonir mínar voru orðnar að engu eftir þetta svar.

Ég vaknaði daginn eftir og var hann þá farinn. Ég sá blað sem hann hafði hripað eitthvað á undir glasi af mjólk sem stóð á borðstofuborðinu nálægt útidyrunum.

Á því stóð….”Ástin mín, ég mundi ekki sækja þetta blóm fyrir þig, en leyfðu mér að útskýra af hverju ekki..”

Hjartað mitt brast en ég hélt áfram að lesa…..

Þegar þú notar tölvuna lendir þú alltaf í vandræðum með alls konar hugbúnað og þú grætur yfir skjánum; ég verð því að hafa fingur til þess að ég geti hjálpað þér að lagfæra tölvuna.
Þú týnir alltaf húslyklunum og ég verð því að hafa fætur til þess að geta flýtt mér heim og opnað fyrir þér.
Þú elskar að ferðast en villist alltaf af leið í nýrri borg, ég verð að hafa augu til þess að geta vísað þér veginn.
Þú færð svo mikla krampaverki mánaðarlega og ég verð að hafa hendur til þess að geta þrýst á magann þinn og linað krampana.

Þú vilt alltaf vera inni og ég hef áhyggjur af því að þú verðir döpur af inniveru. Ég verð að hafa munn til þess að geta sagt þér brandara og sögur svo þú náir gleði þinni á ný.
Þú starir alltaf á tölvuna sem er ekki gott fyrir augun þín, ég verð að hafa augu svo ég geti hjálpað þér að klippa neglur þínar þegar þú verður gömul og hjálpa þér að ná þessum gráu hárum í burtu. Þannig að ég geti líka leitt þig á meðan við göngum meðfram ströndinni á meðan þú nýtur sólarinnar og fallega sandsins….og ég segi þér hvaða litur er á blómunum í kring og hversu mikið þau minna mig á húðlit þinn þegar við kynntumst…. Þannig að ástin mín, án þess að vera viss um að einhver annar elski þig meira en ég….þá get ég ekki sótt þetta blóm og dáið….”

Tárin mín féllu á bréfið og máðu pennastrikin hans…. En ég hélt áfram að lesa…
“Núna þegar þú hefur lesið svarið mitt og ef þú ert sátt við það, viltu þá opna útidyrnar af því að ég send þar núna með uppáhalds brauðið þitt og nýja mjólk…..”

Ég flýtti mér að opna dyrnar og sá þar taugastrekt andlit hans þar sem hann hélt fast með höndum sínum um pokann með mjólkinni og brauðinu…..

Núna veit ég að enginn mun elska mig eins mikið og hann gerir og ég hef ákveðið að leyfa þessu blómi að eiga sig….

Svona er lífið, og ástin. Á meðan við erum umvafin ást þá hverfur spennan og fólk á það til að horfa fram hjá hinni raunverulegu ást sem liggur einhvers staðar á milli friðsældar og leiðinda.

Ástin er margslungin, hún er stundum lítil og skrítin, það er ekki til neitt mót sem hægt er að steypa hana í, hún getur auðveldlega verið af leiðinlegustu og mest óspennandi gerðinni….

Blóm og rómantískar stundir eru aðeins til á yfirborði sambandsins.

Undir öllu standa svo brúarstólpar sannrar ástar….og það er lífið okkar….

Og það er ástin, en ekki orðin sem sigra rökræður……

Tekið af Ævispor sem má finna hér.

SHARE