Fallegir fætur fyrir sumarið

photo by photostock
photo by photostock

Allar bíðum við eftir að geta dregið fallegu sumarskóna okkar fram eða jafnvel byrja að nota þá nýju. Oft eru þessir skór opnir og þá er nauðsynlegt að vera með vel hirta og fallega fætur og ég tala nú ekki um fyrir allar þær konur sem elska að vera berfættar.

Það er um að gera að vera með litríkt og fallegt lakk á nöglunum en fyrir þær sem ekki eru hrifnar af litum á tánum er alltaf klassískt og hreinlegt að vera með French manicure, það endist líka frekar vel. Áður en við lökkum er nauðsynlegt að huga að naglaböndunum. Svo er það siggið en flestar fáum við einhverja harða húð á fæturna og er það á álagspunktum fótarins.Sigg myndast vegna þess að húðin er að verja sig, þegar mikill núningur er aftur og aftur á sama svæðið fer húðið að þykkna og eru það varnarviðbrögð húðarinnar. Hægt er að nota rasp til að minnka þessa hörðu húð en þarf að fara mjög varlega í það því það er mjög auðvelt að ganga of nærri húðinni og þá aukum við á vandamálið því það myndast hreinlega meira sigg fyrir utan það hvað það er hræðilega óþægilegt ef tekið er of mikið. Til eru líka krem sem ætluð eru til að mýkja harða húð og líka svokallaður „ostaskeri”. Þessi skeri getur verið mjög varasamur og ráðlegg ég engum að nota hann sjálfur, um að gera að fá fagmann til að aðstoða ef þörf er fyrir. Eftir að hafa verið að raspa og eiga við naglabönd er nauðsynlegt að bera gott rakakrem á fæturna.

Gangi ykkur vel!

Vilt þú senda fyrirspurn til snyrtifræðings? Sendu þá póst á inga@hun.is

 

SHARE